Þjónusta vegna dánarbúa

Afgreiðsla mála vegna dánarbúa er á starfsstöðvum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í  Skógarhlíð 6, Reykjavík og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði en ekki á starfstöðinni á Dalvegi 18, Kópavogi.

 

Upplýsingar og leiðbeiningar er hægt að fá í afgreiðslu,símleiðis í síma 458-2000 eða með því að hafasamband með tölvupósti, netfangið er fjolskylda@syslumenn.is .  Einnig er hægt að panta viðtalstíma hja fulltrúa sýslumanns vegna skipta á dánarbúi.

 

Á   leiðbeiningablaði fyrir tilkynnanda andláts   eru upplýsingar m.a. um meðferð eigna hins látna, aðgerðir ef erfingi er ófjárráða eða ófær um að gæta hagsmuna sinna, umboð við skipti, einkaskipti, opinber skipti, búsetuleyfi og lok skipta ef eignir eru óverulegar.

 

Andlát er tilkynnt með því að afhenda dánarvottorð og veita jafnframt upplýsingar um erfingja og helstu eignir, ekki þarf að panta tíma fyrir það viðtal. 

 

Beiðni um einkaskiptaleyfi er send embættinu eða lögð fram í afgreiðslu. Þegar lögð er fram beiðni umleyfi til einkaskipta þarf að greiða skiptagjald kr. 9.500.

 

VIð lok skipta er lögð fram erfðafjárskýrsla og skiptagerð og óskað staðfestingar sýslumanns.  Gögnin eru send embættinu eða lögð fram í afgreiðslu.

 

Einnig er hægt að panta viðtalstíma hjá fulltrúa sýslumanns til að leggja fram ofangreind erindi.

 

Beiðni um búsetuleyfi er send embættinu eða lögð inn í afgreiðslu. Um leið eru greiddar kr. 2.000 í þinglýsingargjald í þeim tilvikum þegar þörf er á að þinglýsa búsetuleyfinu til að fasteign verði þinglýst eign eftirlifandi maka.

 

Eyðublöð vegna dánarbúa eru hér.

 

Eyðublað fyrirskattframtal dánarbús er á vefríkisskattstjóra ,  www.rsk.is

Um skattskyldu dánarbúa á vefríkisskattstjóra.

Um dánarbætur á vef Tryggingastofnunar ríkissins ,  www.tr.is

Um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar, þar er hægt að óska eftir styrk vegna útfarar.

 

Lagareglur:

Erfðalög

Lögum skipti á dánarbúum

Lögum erfðafjárskatt