Útburðargerðir

 

Útburður er framkvæmdur af sýslumönnum og miðar að því að framfylgja skýlausum rétti gerðarbeiðanda til umráða yfir eign.  Útburður er oftast framkvæmdur í þeim tilvikum þar sem bera þarf leigutaka út úr húsnæði t.d. ef leigjandi greiðir ekki húsaleigu og leigusali hefur rift leigusamningi, leigusamningur er útrunninn eða vegna ónæðis af hálfu leigutaka.

 

Útburður er ekki framkvæmdur nema dómari hafi áður komið að málinu og fyrsta skrefið er því að leita til héraðsdóms.  Eftir að héraðsdómur hefur kveðið upp úrskurð um að gerðarþoli skuli víkja af fasteign framkvæmir sýslumaður útburðinn.

 

Lög um aðför nr. 90/1989

Húsaleigulög nr. 36/1994